Svíþjóð: Kristianstad með góðan sigur á meisturunum
Eyjólfur Garðarsson)

Arnór Viðarsson (Raggi Óla)

Í kvöld fóru fram þrír leikir í sænsku úrvalsdeildinni þar sem Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra.

Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar hans í Kristianstad unnu góðan heimasigur gegn meisturunum í Ystads IF, 32-26. Einar Bragi átti þó erfitt uppdráttar í leiknum en hann skoraði tvö mörk úr sjö skotum, bætti við einni stoðsendingu og fékk eina brottvísun en það kom ekki að sök og góður sigur hjá heimamönnum sem byrja deildina á jafntefli og sigri.

Arnór Viðarsson og félagar hans í Karlskrona unnu einnig góðan heimasigur í kvöld gegn liði Önnereds HK í miklum markaleik, 36-34. Arnór spilaði ekki mikinn sóknarleik ef marka má tölfræðina en hann átti ekki skot á markið í kvöld.

Þriðji leikur kvöldsins var svo hörkuleikur Hammarby IF og OV Helsingborg sem endaði á naumum sigri Hammarby, 35-34.

Úrslit kvöldsins:

Kristianstad 32-26 Ystads IF

Karlskrona 36-34 Önnereds HK

Hammarby IF 35-34 OV Helsingborg

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top