Eyjamenn spilltu heimkomu Kára Kristjáns
Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Kári Kristján Kristjánsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Lokaleikur 4.umferðar Olís deildar karla fór fram í Vestmannaeyjum í dag þegar Þórsarar frá Akureyri mættu í heimsókn.

Leikurinn var sérstaklega áhugaverður fyrir þær sakir að Kári Kristján Kristjánsson gekk í raðir Þórs í byrjun vikunnar eftir stormasamt sumar í Vestmannaeyjum.

Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega 3 marka forystu en Þórsarar bitu frá sér og og minnkuðu muninn í 1 mark. Kári Kristján mætti svo til leik um miðbik fyrri hálfleiks og var ekki lengi að láta til sín taka og skoraði 2 mörk í röð gegn sínum gömlu félögum.

Petar Jokanovic var virkilega góður í fyrri hálfleik og lagði grunninn að því að Eyjamenn leiddu í hálfleik með 4 mörkum 17-13.

Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og um miðbik síðari hálfleiks var forskotið orðið 7 mörk, 22-15 eftir að Petar hefði haldið áfram að draga tennurnar úr Þórsurum með frábærri markvörslu.

Daniel Birkelund þjálfari Þórs tók þá leikhlé og henti í 7 á 6 með þá Kára Kristján og Þórð Tandra á línunni sem er vopn sem við gætum séð oftar í vetur. Við þessa breytingu losnaði talsvert um hnútinn sem hafði verið sóknarlega hjá Þór og þeir minnkuðu muninn í 4 mörk en nær komust þeir ekki.

Lokatölur leiksins yrðu 30-24 ÍBV í vil sem eru þá komnir með 6 stig í deildinni eftir 4.umferðir meðan Þórsarar eru ennþá með 2 stigin sem þeir fengu í 1.umferðinni. Það er alveg ljóst að lykilmenn Þórs verða að eiga betri leik en þeir áttu í dag ef Þór ætlar sér fleiri sigra í deildinni.

Markaskorun ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 7 mörk, Jakob Ingi Stefánsson 7, Sveinn José Rivera 4, Anton Frans Jónsson 4, Daníel Þór Ingason 3, Dagur Arnarsson 3, Andri Erlingsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.

Markvarsla ÍBV: Petar Jokanovic 17 varin, Morgan Goði Garner 1 varið.

Markaskorun Þórs: Þórður Tandri Ágústsson 4 mökr, Oddur Grétarsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Aron Hólm Kristjánsson 3, Hákon Ingi Halldórsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Arnviður Bragi Pálmason 1, Igor Chiseliov 1, Hafþór Már Vignisson 1.

Markvarsla Þórs: Nikola Radovanovic 11 varin, Patrekur Guðni Þorbergsson 4 varin.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top