Harðverjar keyra vestur með 2 stig – Neto með skrautsýningu í Myntkaup höllinni
Eyjólfur Garðarsson)

Endjis Kusners (Eyjólfur Garðarsson)

Hvíti riddarinn fengu í dag Harðarmenn frá Ísafirði í heimsókn í Myntkaup höllina í Mosfellsbæ.

Fyrstu 45 mínúturnar var þetta algjör hörkuleikur og afar lítið á milli liðanna. En þá tóku Harðar menn hressilega við sér, settu í aukagír og spóluðu yfir Mosfellinga. Lokatölur 22-29 fyrir Hörð eftir að það hafði verið jafnt í hálfleik 14-14.

Óhætt er að segja að Jose Esteves Lopes Neto hafi átt stórleik en hann setti 13 mörk og bauð upp á skrautsýningu. Stefán Freyr Jónsson var líka öflugur í markinu hjá Harðverjum en hann varði 14 skot.

Hjá Hvíta Riddaranum dreifðist markaskorunin mjög jafnt en þeir Andri Freyr Friðriksson og Haukur Guðmundsson voru báðir með 4 mörk. Markmenn þeirra áttu líka góðan dag með samtals 19 skot varin þeir Sölvi Þór og Eyþór.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top