Iðnaðarsigur ungliða Selfoss á móti ÍH
Sigurður Ástgeirsson)

Hákon Garri Gestsson (Sigurður Ástgeirsson)

Selfoss 2 fékk ÍH í heimsókn í Set höllina á Selfossi í dag.

Lengi vel var leikurinn í járnum en Selfoss byrjaði að ná yfirhöndinni þegar 20 mínútur lifðu leiks og kláruðu leikinn 35-29. Staðan í hálfleik var 16-16.

ÍH menn mættu vel mannaðir austur fyrir fjall og var m.a Túnisinn Khalil í hóp ásamt Bjarka Jóhannssyni.

Hjá Selfossi var markaskorunin nokkuð jöfn en Dagur Rafn Gíslason reyndist vera markahæstur með 9 mörk. Ísak Kristinn Jónsson varði 13 skot.

Hjá ÍH var hinn stórefnilegi Brynjar Narfi Arndal markahæstur með 6 mörk. Markmenn ÍH klukkuðu samtals 8 bolta.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top