Haukur Þrastarson (ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
Fram fór einn leikur í 6.umferð þýsku bundesligunnar í dag þegar að ísendingaslagur átti sér stað. Haukur Þrastar í Rhein-Neckar Löwen tók á móti Blæ Hinriks og félögum í Leipzig. Í hálfleik voru Rhein-Neckar Löwen yfir með einu marki. Í þeim seinni voru Löwen sterkari og unnu loks sex marka sigur 30-24. Haukur Þrastarsson skoraði 4 mörk og lagði upp 6 mörk. Blær Hinriksson skoraði 4 mörk. Atkvæðamesti maður vallarins var Jannik Kohlbacher sem skoraði 7 mörk. Á morgun heldur 6.umferð bundesligunnar áfram þegar að 3 leikir verða á dagskrá. Flensburg-Göppingen 13:00 Wetzlar-Minden 14:30 Füchse Berlin-Eisenach 16:00
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.