Bjarki Már Elísson (Ayman Aref / NurPhoto via AFP)
Heimsmeistaramót félagsliða hefst í dag í Egyptalandi. Fimm íslenskir leikmenn taka þátt í keppninni að þessu sinni. Veszprém er ríkjandi heimsmeistari en Bjarki Már Elísson vann titilinn með liðinu á síðasta ári. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson leika með Evrópumeisturum Magdeburg, Viktor Gísli Hallgrímsson með Barcelona. Níu liða taka þátt í mótinu en auk Veszprém, Magdeburg og Barcelona koma hin sex félögin frá Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu, tvö þeirra frá Afríku. Leikið er í fjórum þriggja liða riðlum. Liðin leika aðra umferð á morgun en síðan eru undanúrslit leikin á þriðjudag og úrslitaleikirnir um gull og brons fara fram á fimmtudaginn. Magdeburg vann keppnina þrjú ár í röð þar á undan, 2021, 2022 og 2023, þannig að þeir Ómar Ingi og Gísli Þorgeir þekkja hana vel. Íslendingarnir leika allir sinn fyrsta leik í dag þegar Magdeburg mætir California Eagles frá Bandaríkjunum, Barcelona leikur við Taubaté frá Brasilíu og Veszprém mætir Sydney University frá Ástralíu. Leikir dagsins:
12:30 California Eagles - Magdeburg
14:45 Taubate - Barcelona
17:00: Sydney University - Veszprem
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.