Norðurlöndin: Úrslit dagsins
(Kristinn Steinn Traustason)

Kristján Örn heldur áfram að spila vel í Danmörku ((Kristinn Steinn Traustason)

Þó nokkrir leikir fóru fram í dag hjá Íslendingaliðunum á Norðurlöndunum í dag, við byrjum yfirferðina í Danmörku en þar fóru fjórir leikir fram og Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra.

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Ribe-Esbjerg töpuðu á heimavelli fyrir Kristján Erni Kristjánssyni og félögum hans í Skanderborg, 30-34. Elvar skoraði eitt mark úr tveimur skotum og gaf tvær stoðsendingar. Kristján Örn átti mjög góðan leik fyrir gestina og skoraði sjö mörk úr tólf skotum, gaf tvær stoðsendingar og lét einnig finna vel fyrir sér í vörninni og fékk tvívegis brottvísun.

Ísak Gústafsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson fóru með liðinu sínu, Ringsted í heimsókn til Mors-Thy og lutu því miður lægra haldi fyrir heimamönnum, 33-30. Ísak skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og var með tvær stoðsendingar á meðan Guðmundur Bragi skoraði fimm mörk úr ellefu skotum og var með þrjár stoðsendingar.

Tveir aðrir leikir fóru fram í Danmörku en Fredericia vann fyrsta leik sinn eftir að Guðmundur Þ. Guðmundsson var látinn fara gegn GOG, 33-27 og í seinasta leik dagsins gerðu Grindsted og Skjern jafntefli, 29-29.

Í Noregi fór fram einn leikur þar sem Runar og Drammen skildu jöfn í hörkuleik, 29-29. Ísak Steinsson var í marki Drammen á löngum köflum leiksins og varði vel fyrir liðið, hann varði sjö skot af þeim sextán sem hann fékk á sig eða 44% markvarsla.

Að lokum var kvennalið Skara, sænsku meistararnir í heimsókn í Noregi þar sem þær mættu Molde Elite í forkeppni Evrópudeild kvenna. Þær töpuðu leiknum 27-24 en eiga heimaleikinn eftir næstu helgi. Lena Margrét Valdimarsdóttir tók eitt skot í leiknum en skoraði ekki á meðan Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk úr sex skotum.

Úrslit dagsins:

Danmörk

Ribe-Esbjerg 30-34 Skanderborg

Mors-Thy 33-30 Ringsted

Grindsted 29-29 Skjern

Fredericia 33-27 GOG

Noregur

Runar 29-29 Drammen

Evrópudeild kvenna

Molde Elite 27-24 Skara

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top