Einar Baldvin Baldvinsson (Kristinn Steinn Traustason)
Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Aftureldingar í Olís-deild karla hefur frá því í febrúar á þessu ári notað gervigreind til að greina fyrir sig leiki. Þetta kom fram í viðtali við hann sem íþróttafréttakonan á Ríkissjónvarpinu, Helga Margrét Höskuldsdóttir tók við hann á dögunum. Þar segist hann græða þrjár til fjórar aukavörslur í leik vegna góðs undirbúnings og tölfræðinnar sem hann safnar með gervigreind. Viðtalið er hægt að sjá hér. ,,Þetta byrjaði fyrst sem leikur. Ég var aðeins að leika mér að senda á félaga minn og sýna honum hvað gervigreindin gæti gert. út frá því ákvað ég að nýta hana og athuga hvað hún gæti gert," sagði Einar Baldvin í viðtalinu við Rúv þar sem hann segist finna fyrir því að gervigreindin séf arin að sýna honum alltaf fleiri og fleiri gagnlega punkta sem nýtast honum í leikjum. ,,Ég treysti ekki alfarið á gervigreindina en ég er með bók og myndbönd og skrifa allar upplýsingarnar niður en gervigreindin getur aðstoðað mig með því að spara mér fullt af klukkutímum í alskonar undirbúningsvinnu sem maður tekur sem handboltamarkvörður," sagði Einar Baldvin sem viðurkennir að gervigreindin sé ekki fullkomin eins og er en hann er viss um að þetta verði alltaf betra og betra. En er þetta að hjálpa honum? ,,Að einhverjuleiti. Ég treysti ekki á þetta alfarið og þetta er hrátt eins og er. Ég treysti aðallega sjálfum mér en hinsvegar þegar þetta verður flottara þá er þetta að fara spara mér alskins tíma í undirbúningsvinnu," sagði Einar og bætti við að hann teldi sig vera að verja 3-4 auka skot með hjálp gervigreindarinnar í leik.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.