Füchse og Wetzlar með stórsigra
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Nicolej Krickau (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Í dag fóru fram þrír leikir í 6.umferð þýsku bundesligunnar, og var einn Íslendingur í eldlínu í dag.

Fyrsti leikur dagsins fór fram þegar Flensburg buðu Ými Erni og félögum í Göppingen í heimsókn. Flensburg leiddu með 3 mörkum í hálfleik og héldu góðri spilamennsku í seinni hálfleik og unnu loks 6 marka sigur 32-26. Ýmir Örn skoraði 1 mark úr einu skoti. Atkvæðamesti maður vallarins var Erik Persson í liði Göppingen með 9 mörk og lagði upp 1 mark.

Í miðju leik dagsins tók Wetzlar á móti nýliðum Minden. Í hálfleik voru Wetzlar yfir með 4 mörkum, í þeim seinni hálfleik stigu Wetzlar heldur betur á bensíngjöfina og unnu sterkan 11 marka sigur 39-28. Atkvæðamesti maður vallarins var Karolis Antanavicius í liði Minden með 8 mörk og lagði upp 4 mörk.

Í síðasta leik dagsins tók Füchse Berlin á móti Eisenach í Berlínarborg. Füchse var 6 mörkum yfir í hálfleik 19-13, í seinni hálfleik stigu þeir heldur betur á bensíngjöfina og unnu loks 12 marka sigur. Atkvæðamesti maður vallarins var Mathias Gidsel með 7 mörk og lagði upp 3 mörk.

Úrslit dagsins:

Flensburg-Göppingen 32-26

Wetzlar-Minden 39-28

Füchse Berlin-Eisenach 35-23

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top