Draumabyrjun Fredericia eftir uppsögnina á Gumma Gumm
Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Óli Mittún (Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson var rekinn á mánudag frá danska félaginu Fredericia tók Jesper Houmark aðstoðarmaður Guðmunds við sem þjálfari Fredericia. Fyrsti leikur félagsins eftir uppsögnina var gegn stórliði GOG.

Það mætti segja að Houmark hafi byrjað með draumabyrjun og ekki getað óskað sér betri byrjun því liðið vann sannfærandi sex marka sigur á GOG 33-27 á heimavelli.

Mads Kjeldgaard var markahæstur í liði Fredericia með átta mörk. Hjá GOG voru þeir Frederik Bjerre og Lasse Vilhelmsen markahæstir með sex mörk.

GOG voru nýkomnir aftur til Danmerkur eftir leik gegn Eurofarm Pelister í Norður-Makedóníu á miðvikudaginn.

Eftir leikinn var Houmark bæði hrærður og stoltur. „Ég er svo stoltur og svo ánægður. Fyrirgefðu orðbragðið mitt. Við lögðum allt í þennan leik og börðumst fyrir hvorn annan. Við komum inn í leikinn og lögðum allt í leikinn og vorum á fullu allan tímann. Þetta var flott, rosalega flott,“ sagði hann við TV 2 SPORT.

Á sama tíma lagði Houmark áherslu á að hann bæri mikla virðingu fyrir fyrrverandi yfirmanni sínum, Guðmundi Guðmundssyni, sem hann hefur unnið náið með undanfarin ár.

,,Ég ber mikla virðingu fyrir Guðmundi Guðmundssyni og því starfi sem hann hefur unnið. Hann hefur unnið frábært starf hér. Og nú snýst þetta bara um að reyna að horfa fram á veginn og sjá hvað við getum gert við það," sagði Houmark.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top