Fram þarf að styrkja liðið – Það er engin spurning
Egill Bjarni Friðjónsson)

Rúnar Kárason (Egill Bjarni Friðjónsson)

Meiðslavandræði Íslands- og deildarmeistara Fram ætlar engan endi að taka en Rúnar Kárason leikmaður Fram var ekki í leikmannahópi liðsins í tapinu gegn Haukum í 4.umferð Olís-deildarinnar á fimmtudagskvöldið.

Einar Jónsson sagði í viðtali við Handkastið eftir leikinn gegn Haukum að hann væri óviss hversu lengi Rúnar yrði frá en gerði ráð fyrir að hann gæti verið frá í 4-6 vikur.

Rætt var um stöðu Framliðsins í nýjasta þætti Handkastsins.

,,Þeir eru að fara inn í gríðarlega þétt prógram. Að mínu viti þurfa þeir að styrkja liðið, það er engin spurning," sagði Andri Berg Haraldsson sem var gestur Handkastsins og hann hélt áfram.

,,Það er rosalega slæmt fyrir þá að missa Rúnar. Hann er þannig leikmaður að hann getur skorað mörk úr nánast engu og hefur verið að gera það. Ég ætla vona að hann nái sér heilum fyrir Evrópuleikina,” sagði Andri Berg.

Fyrsti leikur Fram í Evrópudeildinni verður gegn Porto á heimavelli þriðjudaginn 14.október. Í kjölfarið taka við fleiri Evrópuleikir hjá Fram fram að áramótum.

Fram hefur nú tapað tveimur leikjum í röð í Olís-deildinni en Marel Baldvinsson sleit krossband á dögunum og verður ekkert með Fram liðinu í vetur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top