HaukarHaukar (Kristinn Steinn Traustason)
Haukar 2 tóku á móti HBH, venslaliði ÍBV í 3.umferð Grill66-deildar karla í dag. Um var að ræða næsta síðasta leik umferðarinnar. Bæði lið voru með tvö stig fyrir leikinn. Jafn og spennandi leik var um að ræða þar sem Haukar 2 höfðu undirtökin meira og minna allan leikinn og unnu að lokum eins marks sigur 26-25 eftir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik. Helgi Marinó Kristófersson var markahæstur í liði Hauka 2 með átta mörk og Daníel Wale Adeleye kom næstur með fimm mörk. Ari Dignus varði átta bolta í markinu. Hjá HBH var Ívar Bessi Viðarsson markahæstur með sjö mörk og Egill Oddgeir Stefansson skoraði sex. Gabríel Ari Davíðsson varði 11 bolta í marki HBH.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.