Kevin Møller gengur í raðir GOG
(CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Kevin Möller SG Flensburg-Handewitt ((CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Danski landsliðsmarkvörðurinn, Kevin Møller yfirgefur Flensburg næsta sumar og fer heim til Danmerkur. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið, GOG. Þetta staðfesti hann við TV 2 Sport fyrir leik GOG gegn Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Hann er á nú á sínu níunda tímabili með þýska liðinu SG Flensburg-Handewitt. Hann var með samning við Flensburg til ársins 2027 en Flensburg hafði tilkynnt að Möller myndi yfirgefa félagið næsta sumar.

Møller hefur áður spilað fyrir GOG, bæði í yngri flokkum og með aðalliði félagsins frá 2011 til 2014.

,,Það er mikil tilhlökkun að snúa aftur heim til GOG eftir frábær ár erlendis. Margt hefur gerst síðan ég fór frá félaginu, bæði fyrir mig persónulega og fyrir GOG. Félagið hefur síðan sýnt að það á heima á toppnum í dönsku deildinni og á alþjóðavettvangi hafa þeir einnig skilað frábærum árangri. Ég hlakka til að vera hluti af þessu öllu aftur og hjálpa til við að færa félagið enn lengra bæði innan vallar sem utan," sagði Möller í samtali við TV 2 Sport.

,,Að auki hlakka ég auðvitað til að upplifa Svendborg Arena sem heimavöll og hitta öll þau kunnuglegu andlit sem eru enn ​í kringum félagið. Stuðningurinn í kringum GOG hefur alltaf verið gríðarlegur og það verður frábært að finna stemninguna í höllinni.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top