Bolti (Sævar Jónasson)
6.umferð þýsku bundesligunnar lauk í gær og gaf Daikin Handbdall nú í morgun út lið umferðarinnar sem lítur svona út. Lasse Ludwig(Füchse Berlin) Lasse Ludwig og félagar í Füchse Berlin sigruðu Eisenach og er þetta þá 2 sigurleikur í röð eftir erfiða byrjun hjá nýja þjálfara þeirra Nicolaj Krickau. Lasse Ludwig átti flottan leik þar sem hann varði 11 bolta(32.4%). Yannik Bialowas(Erlangan) Yannik Bialowas og félagar í Erlangan unnu flottan útisigur á Hannover 26-32 nú á föstudaginn. Yannik Bialowas átti góðan leik með 9 mörk úr vinstra horninu. Philipp Ahouansou(Wetzlar) Philipp Ahouansou vinstri skytta Wetzlar átti flottan leik þegar lið hans Wetzlar vann nýliða Minden með 11 mörkum 39-28. Philipp skoraði 8 mörk og lagði upp eitt mark. Tim Suton(Lemgo) Miðjumaðurinn Tim Suton átti góðan leik þegar að Lemgo sigruðu nýliða og lærisveina Arnórs Þórs í Bergischer 28-25. Tim skoraði 9 mörk. Dainis Kristopans(Melsungen) Lettneski risinn og hægri skytta Melsungen Dainis Kristopans stóð sig með prýði þegar að hann og Arnar Freyr liðsfélagi hans sigruðu Hamburg á heimavelli 32-28. Dainis skoraði 8 mörk og lagði upp 4 mörk. Frederik Bo Andersen(Hamburg) Hægri hornamaðurinn Frederik Bo Andersen liðsfélagi Einars Þorsteins átti góðan leik þegar að Hamburg menn töpuðu gegn Melsungen á útivelli 32-28. Frederik skoraði 4 mörk úr 4 tilraunum samhliða því að hafa gefið eina stoðsendingu. Josep Simic(Wetzlar) Línumaðurinn Josep Simic átti þrælfínan leik þegar að lið hans Wetzlar vann nýliða Minden með 11 mörkum 39-28. Josep skoraði 5 mörk af línunni auk þess að hafa stolið boltanum einu sinni og varið einn bolta í hávörn Wetzlar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.