Enn einn Færeyingurinn meiddur í Olís-deildinni
Sævar Jónasson)

Jóhannes Björgvin (Sævar Jónasson)

Vinstri hornamaður Stjörnunnar, Færeyingurinn Jóhannes Bjørgvin var ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum gegn FH á föstudagskvöldið í 4.umferð Olís-deildar karla.

Jóhannes staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri að glíma meiðsli sem hann varð fyrir í upphitun á æfingu liðsins í síðustu í viku. Ekki er þó vitað hvort meiðslin hafi gerst í upphitunarfótbolta eins og þekkt er að lið hiti upp í.

Í samtali við Handkastið sagði hann óvissu ríkja yfir því hversu lengi hann verði frá en hann væri á leið í skoðun og þá myndi það koma í ljós hversu lengi hann yrði frá.

,,Ég sneri mig á ökklanum og tognaði þar sem kálfinn og hásinin festast, það það er erfitt að segja nákvæmlega hversu lengi ég verð frá. Ég losnaði við hækjurnar á föstudaginn og þetta lítur betur með hverjum deginum. Ég vona að ég geti spilað Þórsleikinn á fimmtudaginn  ef þetta heldur áfram að þróast í rétta átt. Það gæti þó vel verið að ég verði frá eitthvað lengur,” sagði Jóhannes í samtali við Handkastið.

Jóhannes hefur skorað níu mörk í fyrstu þremur leikjum Stjörnunnar á tímabilinu og er með 100% skotnýtingu.

Jóhannes er þar með fjórði Færeyingurinn af sex sem eru meiddir um þessar mundir. Einungis Allan Norðberg leikmaður Vals er leikfær og Danjál Ragnarsson leikmaður Fram en Hallur Arason og Sveinur Ólafsson leikmenn Aftureldingar eru meiddir og þá er Bjarni í Selvindi leikmaður Vals nýkominn úr aðgerð á öxl.

Stjarnan mætir Þór í 5.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi fimmtudagskvöld á Akureyri.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top