Giorgi Dikhaminjia (Egill Bjarni Friðjónsson)
Georgíski landsliðsmaðurinn, Giorgi Dikhaminjia sneri aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir KA eftir að félagið hans í Póllandi, KS Azoty-Pulawy sagði upp samningum við alla leikmenn félagsins vegna fjárhagserfiðleika. Dikhaminjia var nefnilega leikmaður HK á undirbúningstímabilinu, sumarið 2019 en HK sagði upp samningi hans áður en tímabilið hófst. HK var þá nýliði í Olís-deildinni undir stjórn Elíasar Más Halldórssonar. Hann var því að snúa aftur til Íslands með komu sinni í KA. Giorgi og liðsfélagar hans í KA mættu HK í 4.umferð Olís-deildarinnar á gamla heimavelli Giorgi í Kórnum síðastliðið föstudagskvöld. Þar sem KA hafði betur 31-27. Georgíumaðurinn skoraði fjögur mörk í leiknum fyrir KA og gat fagnað vel eftir leik. Eftir leik sendi hann síðan pillu á HK-inga í Instagram sögu sinni þar sem hann sagðist hafa beðið eftir þessu degi í sex ár og bætti við að þeir vita sem vita.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.