Ýmir Örn Gíslason (Kristinn Steinn Traustason)
Undirbúningur íslenska karla landsliðsins fyrir EM í janúar á næsta ári hefst formlega 27. október næstkomandi þegar liðið kemur saman. Þetta staðfesti Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í samtali við Handkastið. Íslenska karlalandsliðið mun þá koma saman í Þýskalandi dagana 27. október til 2. nóvember. Þar hittist liðið til æfinga fyrri part vikunnar áður en við taka tveir æfingaleiki gegn Alfreði Gíslasyni og félögum í Þýskalandi. Æfingaleikir Íslands og Þýskalands fara fram dagana 30. október og 2. nóvember. Fyrri leikurinn fer fram í Nurnberg og sá síðari í Munchen. Um er að ræða fyrsta formlega undirbúning landsliðsins fyrir EM í janúar á næsta ári en þar leikur Ísland í F-riðli í Kristianstad þar sem andstæðingarnir verða Ungverjar, Ítalir og Pólverjar. Fyrsti leikur Íslands á EM verður gegn Ítölum 16. janúar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.