Bjarni Fritzson (Eyjólfur Garðarsson)
Í síðasta þætti Handkastsins var farið yfir leik ÍR og Aftureldingar í 3.umferð Olís-deildar karla þar sem Afturelding hafði betur með einu marki með sigurmarki frá Ágústi Inga Óskarssyni sekúndu fyrir leikslok. ÍR er með eitt stig að loknum fjórum leikjum og eru að fara í tvo gríðarlega mikilvæga leiki í næstu umferðum gegn KA og HK á útivelli. Andri Berg Haraldsson var gestur Handkastsins í þættinum og sagði að það væri mikið undir í þessum tveimur leikjum. ,,Þetta eru gríðarlega mikilvægir leikir bæði fyrir ÍR og hin liðin. Það er fyrirséð að þessi lið verða í neðri hlutanum," sagði Andri Berg og Stymmi klippari tók undir þau orð. ,,Annað hvort verður staðan á ÍR-liðinu orðin betri eftir þessa tvo leiki eða staðan verður mjög svört." ,,Kannski verður þetta eins og við höfum talað um áður, að þetta verður einhversskonar ´Second season syndrome.´ Það var stemning í kringum þá í fyrra og þeir náðu góðum sigrum og voru frábærir á köflum," sagði Andri Berg og bætti við. ,,Maður óttaðist það alveg að þeir myndu ekki ná að halda þessum ferskleika og þetta gæti súrnað.” Heil umferð fer fram í Olís-deild karla á fimmtudagskvöld. 18:15 KA - ÍR (Handboltapassinn)
18:30 Selfoss - ÍBV (Handboltapassinn)
18:30 Þór - Stjarnan (Handboltapassinn)
19:00 Afturelding - Fram (Handboltapassinn)
19:15 FH - HK (Handboltapassinn)
19:30 Haukar - Valur (Opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.