Rétti tíminn til að blása smá lífi í liðið
Johan NILSSON / TT NEWS AGENCY / AFP)

Guðmundur Þórður Guðmundsson (Johan NILSSON / TT NEWS AGENCY / AFP)

GOG þurfti að sætta sig við tap á útivelli gegn Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fyrsta leik Fredericia eftir að Guðmundi Þórði Guðmundssyni var sagt upp störfum í upphafi síðustu viku. 

Erfiðlega hefði gengið hjá liðinu undir stjórn Guðmundar í byrjun tímabils og var það farið að sjást á spilamennsku liðsins að eitthvað þurfti að gera.

Vinstri hornamaður Fredericia Martin Bisgaard var spurður út í uppsögn Guðmundar en hann var í viðtali við TV 2 Sport í kringum leik liðsins gegn GOG um helgina sem Fredericia unnu 33-27 á heimavelli.  

Bisgaard segist skilja ákvörðun stjórnarinnar að hafa látið Guðmund fara.

,,Ég held að samstarfið hafi verið stefna í eitthvað sem var ekki gott fyrir báða aðila, eða fyrir neina aðila ef út í það er farið. Og ég held að það hafi sést á spilamennsku liðsins í upphafi tímabilsins og stærsta hluta síðari hluta síðasta tímabils.”

Þá var Anders Martinusen einn reynslu mesti leikmaður liðsins einnig spurður út í uppsögnina á Guðmundi.

,,Þetta var líklega rétti tíminn til að koma inn einhverju nýju og blása smá lífi í liðið. Það voru ekki við leikmennirnir sem höfðum verið að toga í einhverja spotta. Þetta er ákvörðun stjórnenda félagsins og við verðum bara að halda áfram.“

Fredericia tilkynnti að Jesper Houmark yrði aðalþjálfari liðsins út tímabilið og heldur áfram með aðstoðarþjálfaranum ​​Michael Wollesen  en þeir báðir voru aðstoðarmenn Guðmundar hjá félaginu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top