Rétti tíminn til að blása smá lífi í liðið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Guðmundur Þórður Guðmundsson (Johan NILSSON / TT NEWS AGENCY / AFP)

GOG þurfti að sætta sig við tap á útivelli gegn Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fyrsta leik Fredericia eftir að Guðmundi Þórði Guðmundssyni var sagt upp störfum í upphafi síðustu viku. 

Erfiðlega hefði gengið hjá liðinu undir stjórn Guðmundar í byrjun tímabils og var það farið að sjást á spilamennsku liðsins að eitthvað þurfti að gera.

Vinstri hornamaður Fredericia Martin Bisgaard var spurður út í uppsögn Guðmundar en hann var í viðtali við TV 2 Sport í kringum leik liðsins gegn GOG um helgina sem Fredericia unnu 33-27 á heimavelli.  

Bisgaard segist skilja ákvörðun stjórnarinnar að hafa látið Guðmund fara.

,,Ég held að samstarfið hafi verið stefna í eitthvað sem var ekki gott fyrir báða aðila, eða fyrir neina aðila ef út í það er farið. Og ég held að það hafi sést á spilamennsku liðsins í upphafi tímabilsins og stærsta hluta síðari hluta síðasta tímabils.”

Þá var Anders Martinusen einn reynslu mesti leikmaður liðsins einnig spurður út í uppsögnina á Guðmundi.

,,Þetta var líklega rétti tíminn til að koma inn einhverju nýju og blása smá lífi í liðið. Það voru ekki við leikmennirnir sem höfðum verið að toga í einhverja spotta. Þetta er ákvörðun stjórnenda félagsins og við verðum bara að halda áfram.“

Fredericia tilkynnti að Jesper Houmark yrði aðalþjálfari liðsins út tímabilið og heldur áfram með aðstoðarþjálfaranum ​​Michael Wollesen  en þeir báðir voru aðstoðarmenn Guðmundar hjá félaginu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top