Verða 24 félög í Meistaradeildinni á næsta tímabili?
MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Gísli Þorgeir Kristjánsson (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Handkastið greindi frá því í ágúst að evrópska handknattleikssambandið íhugi að breyta mótafyrirkomulaginu í Meistaradeildinni frá og með næsta tímabili. Þá var talað um að EHF íhugi að fara úr 16 í 20 eða 24 félög fyrir tímabilið 2026/2027.

Heimildir Handkastsins herma að EHF sé nú langt komið með að ákveða hvernig mótafyrirkomulagið í Meistaradeildinni verði á næstu leiktíð með 24 félögum.

Samkvæmt heimildum Handkastsins er gert ráð fyrir að Meistaradeild Evrópu verði leikin svona frá og með næsta tímabili.

24 félögum verður skipt í fjóra sex liða riðlar þar sem þrjú efstu liðin komast áfram. Fjórða sætið í hverjum riðli færist í Evrópudeildina.

Eftir það verður liðunum tólf sem komust áfram skipt í tvo sex liða riðla þar sem fjögur efstu liðin fara í átta liða úrslit.

Í kjölfarið myndu þau fjögur félög sem komust áfram úr 8-liða úrslitunum leika í Final4 eins og undanfarin ár, þar sem undanúrslit verða leikin á laugardegi og úrslitaleikurinn og bronsleikurinn á sunnudeginum.

Með þessu fyrirkomulagi verða leikirnir jafn margir og þeir hafa verið undanfarin ár en eins og staðan er í dag er Meistaradeildarliðunum sextán skipt í tvo átta liða riðla.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top