Guðmundur Bragi Ástþórsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Í kvöld var leikið í bikarkeppninni í Danmörku eða Santander Cup eins og þeir kalla bikarinn þar í landi. Tvö Íslendingalið voru að spila og gekk misvel hjá liðunum. Ringsted unnu frábæran sigur á Skjern, 32-27 þar sem Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson voru í stóru hlutverki. Guðmundur Bragi skoraði fjögur mörk úr átta skotum og gaf tvær stoðsendingar á meðan Ísak skoraði þrjú mörk úr átta skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar. Ribe-Esbjerg fengu stóran skell á heimavelli gegn Bjerringbro-Silkeborg en eftir frekar jafnan fyrri hálfleik slitu Bjerringbro-Silkeborg sig frá heimamönnum og unnu að lokum góðan átta marka sigur, 29-37. Elvar Ásgeirsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá heimamönnum en hann skoraði fjögur mörk úr sex skotum og gaf eina stoðsendingu. Að lokum fór fram leikur Nordsjælland og Mors-Thy en það er óhætt að segja að það hafi verið leikur kvöldsins en hann var tvíframlengdur og að loknum áttatíu mínútum báru gestirnir í Mors-Thy sigur úr býtum 42-43. Úrslit kvöldsins Ringsted 32-27 Skjern Ribe-Esbjerg 29-37 Bjerringbro-Silkeborg Nordsjælland 42-43 Mors-Thy
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.