Brynjar Hólm og Viktor sluppu við leikbann
Baldur Þorgilsson)

Viktor Sigurðsson (Baldur Þorgilsson)

Brynjar Hólm Grétarsson leikmaður Þórs og Viktor Sigurðsson leikmaður Vals sluppu við leikbann á fundi aganefndar HSÍ sem fór fram í dag.

Báðir fengu þeir rauð spjöld í síðustu umferð efstu deildar karla en verða löglegir með sínum liðum þegar heil umferð fer fram næstkomandi fimmtudagskvöld.

Fleiri mál lágu ekki fyrir á fundi aganefndar í dag.

5. umferð Olís deildar karla fer fram á fimmtudaginn þar sem Þór fær Stjörnuna í heimsókn klukkan 18:00 á meðan Valur heimsækir Hauka í stórleik umferðarinnar en leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

5.umferðin í efstu deild karla:

Fimmtudagur:
18:00 Þór - Stjarnan
18:15 KA - ÍR
18:30 Selfoss - ÍBV
19:00 Afturelding - Fram
19:15 FH - HK
19:30 Haukar - Valur

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top