Möller fyrir Møller
Nathan Barange / DPPI via AFP)

Kevin Möller (Nathan Barange / DPPI via AFP)

Þýska úrvalsdeildarliðið, Flensburg hefur fyllt skarðið sem Kevin Møller skilur eftir sig næsta sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku.

Flensburg tilkynnti í dag að sænski markvörðurinn, Simon Möller hafi skrifað undir samning við félagið. Simon Möller kemur til Flensburgar frá franska félaginu Fenix Toulouse.

Sænski landsliðsmaðurinn, Simon Möller er á sínu öðru tímabili hjá Touluse í Frakklandi en hann er fæddur árið 2000 og er uppalinn hjá Savehof í Gautaborg. Hann var hluti af sænska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á EM í Þýskalandi 2024.

Hann var hluti af U18 ára landsliði Svía sem vann heimsmeistaramótið 2018.

,,Við erum mjög ánægð með að tilkynna það að Simon Möller gangi í raðir félagsins næsta sumar," sagði framkvæmdastjóri Flensburg, Holger Glandorf.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top