Kevin Möller (Nathan Barange / DPPI via AFP)
Þýska úrvalsdeildarliðið, Flensburg hefur fyllt skarðið sem Kevin Møller skilur eftir sig næsta sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku. Flensburg tilkynnti í dag að sænski markvörðurinn, Simon Möller hafi skrifað undir samning við félagið. Simon Möller kemur til Flensburgar frá franska félaginu Fenix Toulouse. Sænski landsliðsmaðurinn, Simon Möller er á sínu öðru tímabili hjá Touluse í Frakklandi en hann er fæddur árið 2000 og er uppalinn hjá Savehof í Gautaborg. Hann var hluti af sænska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á EM í Þýskalandi 2024. Hann var hluti af U18 ára landsliði Svía sem vann heimsmeistaramótið 2018. ,,Við erum mjög ánægð með að tilkynna það að Simon Möller gangi í raðir félagsins næsta sumar," sagði framkvæmdastjóri Flensburg, Holger Glandorf.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.