Ómar Ingi Magnússon (Daikin Instagram)
Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg er í úrvalsliði septembermánaðar í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið var opinberað á samfélagsmiðlum deildarinnar, DAIKIN HBL í gær. Ómar hefur farið á kostum í upphafi tímabils með Magdeburg. Ómar Ingi skorað 49 mörk og gefið 14 stoðsendingar í fimm leikjum. Hann er í þriðja sæti yfir markahæstu menn í deildinni en aðeins Daninn, Mathias Gidsel leikmaður Fuchse Berlín og Færeyingurinn Elias Ellefsen a Skipagotu leikmaður Kiel hafa skorað fleiri mörk en Ómar. Úrvalsliðið má sjá hér fyrir neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.