Elmar Erlingsson ((Eyjólfur Garðarsson)
32-liða úrslitin í þýska bikarnum, DHB Pokal hófst í kvöld með tveimur leikjum. Grosswallstadt vann eins marks sigur á Bietigham 35-34 eftir að hafa verið 17-18 undir í hálfleik en bæði lið leika í þýsku B-deildinni. Íslendingaslagur var í hinni viðureign kvöldsins þar sem Nordhorn-Lingen og Erlangen mættust en Nordhorn-Lingen leikur í þýsku B-deildinni á meðan Erlangen leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Það fór svo að Elmar Erlingsson og félagar í Nordhorn-Lingen unnu Erlangen 35-32 eftir að hafa verið 17-16 yfir í hálfleik. Erlangen komst yfir í leiknum 25-26 en Elmar og félagar reyndust sterkari aðilinn undir lokin. Elmar skoraði sex mörk í leiknum en Andri Már Rúnarsson skoraði einnig sex mörk fyrir Erlangen. Úrslit kvöldsins:
Grosswallstadt - Bietigham 35-34
Nordhorn-Lingen - Erlangen 35-32
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.