Arnór Viðarsson (Eyjólfur Garðarsson)
Það var Íslendingaslagur í sænsku deildinni í gærkvöldi þegar Kristianstad tók á móti Karlskrona í nágrannaslag. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk úr átta skotum, gaf tvær stoðsendingar og fékk eina brottvísun í liði heimamanna. Eyjamaðurinn, Arnór Viðarsson leikmaður Karlskrona skoraði tvö mörk úr þremur skotum en fékk síðan beint rautt spjald eftir 28 mínútna leik. Heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum góðan sigur, 36-29. Hér að neðan má sjá brot Arnórs Viðarssonar sem uppskar rautt spjald. Það er erfitt að koma því í orð hvað nákvæmlega gerist nema það að Arnór Viðarsson virðist hoppa á leikmann Kristianstad í frákasti. Sjón er sögu ríkari. Handbollsligan live levererar 😀 pic.twitter.com/ipfGitOdbS
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.