Þrautin þyngri að aðlagast þessari deild
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Daníel Þór Ingason ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Daníel Þór Ingason hafði skorað fjögur mörk fyrir ÍBV í efstu deild karla fyrir leikinn gegn Þór um helgina í 4.umferðinni en Daníel skoraði þrjú mörk í þeim leik.

Það vakti athygli Handkastsins að Coolbet bauð 80% ávöxtun ef hann myndi skorað tvö mörk eða meira í þeim leik. Daníel Þór Ingason var til umræðu í nýjasta þætti Handkastsins.

,,Ég bjóst við miklu meira af honum og ég spurði menn hvort hann hafi verið að glíma við einhver meiðsli en svo var ekki. Mér fannst hann hafa haft svo hægt um sig í upphafi tímabils,” sagði Stymmi klippari en Daníel Þór gekk í raðir ÍBV í sumar eftir veru sína í atvinnumennsku síðustu ár í dönsku og þýsku úrvalsdeildinni.

,,Það er kannski að koma á daginn eins og við höfum séð hjá mörgum leikmönnum sem hafa komið heim úr atvinnumennsku að það er þrautin þyngri að aðlagast þessari deild. Hún er öðruvísi en aðrar deildir. Eigum við ekki að reikna með að við sjáum hann í fanta form í febrúar þegar hann hefur kynnst staðháttum,” bætti klipparinn við.

,,Það hafa margir leikmenn í gegnum tíðina komið heim úr atvinnumennsku, frá Þýskalandi og frá Danmörku. Það hafa ekki margir leikmenn brillerað í fyrstu leikjum sínum eftir að hafa komið heim. Þetta tekur tíma. Þetta er öðruvísi deild en auðvitað  hefur hann valdið vonbrigðum en ég ætla gefa honum það að hann er nýkominn. Hann á eftir að ná vopnum sínum og hann á eftir að nýtast íBV þegar líða fer á tímabilið,” sagði Guðjón Guðmundsson sem var gestur Handkastsins og bætti við:

,,Ef einhver getur náð honum á strik, þá er það tengdapabbi hans, Erlingur Richardsson.”

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top