Haukur Þrastarson (Tom Weller / AFP)
32-liða úrslitin í þýska bikarnum héldu áfram í kvöld eftir að Nordhorn-Lingen og Grosswallstadt höfðu tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigrum í gærkvöldi. Sex Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld en einungis Leipzig og Gummersbach fögnuðu sigri af Íslendingaliðunum sem léku í kvöld. Magdeburg leikur sinn leik gegn Dessauer ekki fyrr en 21.október. Blær Hinriksson skoraði þrjú mörk í 26-28 útisigri Leipzig á Göppingen. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal markaskorara hjá Göppingen. Fuchse Berlín vann fimm marka sigur á Wetzlar 35-30. Mathias Gidsel og Tim Freihöfer voru markahæstir með sjö mörk. Stórleikur Hauks Þrastarsonar dugði ekki til er hann skoraði sjö mörk í sex marka tapi Rhein Neckar Lowen gegn Flensburg 32-38. Auk þess gaf Haukur ellefu stoðsendingar. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í 32-21 sigri Gummersbach gegn Huttenberg. Einar Þorsteinn Ólafsson var ekki ekki meðal markaskorara þegar Hamburg tapaði gegn B-deildarliði Elbflorenz í tvíframlengdum leik 47-46. Eisenach vann Minden á útivelli 28-25. Hannover Burgdorf vann Dormagen 23-38 á útivelli. Hákon Daði Styrmisson skoraði loks tvö mörk í ellefu marka tapi gegn Lemgo 25-36. En Hagen lið Hákons Daða leikur í þýsku B-deildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.