Janus Daði frá út árið – Stefnir á EM með landsliðinu
Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Janus Daði Smárason (Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Janus Daði Smárason leikmaður íslenska landsliðsins og Pick Szeged í Ungverjalandi meiddist illa á hné í deildarleik gegn Tatabanya um helgina.

Mikil óvissa hefur ríkt um alvarleika meiðslanna sem litur heldur betur illa út við fyrstu sýn.

Nú hefur Janus Daði staðfest í samtali við Handkastið að hann verði frá í 10-12 vikur. Það má því gera ráð fyrir því að Janus Daði leiki ekkert meira á árinu 2025.

,,Það er komið í ljós að liðbandið í hnénu rifnaði, en hangir ennþá. Annað slapp til,” sagði Janus í samtali við Handkastið.

Aðspurður hvort draumurinn lifi og hann stefni á að spila með íslenska landsliðinu á EM í janúar þá sagði hann að allt kapp verði sett í að verða orðin leikfær fyrir EM.

Þessi tíðindi eru bæði jákvæð og neikvæð fyrir landsliðsmanninn en það verður að segjast eins og er, að betur fór en á horfnist.

Handkastið varar við myndskeiðinu fyrir viðkvæma.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top