Jóhannes Berg Andrason ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Jóhannes Berg Andrason var valinn í úrvalslið 5.umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir frammistöðu sína í tapleik Tvis Holstebro gegn Álaborg um síðustu helgi. Jóhannes Berg er þar með fyrsti Íslendingurinn sem er valinn í úrvalslið deildarinnar á þessu tímabili en hann gekk í raðir danska félagsins frá FH í sumar. TTH Holstebro fór í heimsókn til Álaborgar á sunnudaginn, þar sem Arnór Atlason og lærisveinar hans í Holstebro héldu ágætlega í við meistarana en að lokum voru heimamenn öflugri og unnu góðan sigur, 35-30. Jóhannes Berg Andrason gerði vel fyrir gestina en hann skoraði fimm mörk úr sex skotum, gaf þrjár stoðsendingar og lét finna vel fyrir sér í vörninni og fékk tvær brottvísanir. Holstebro mætir botnliði Grindsted í 6.umferð dönsku úrvalsdeildarinnar annað kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Hér að neðan er hægt að sjá úrvalslið 5.umferðar í dönsku úrvalsdeildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.