Mætti með hríðskotabyssuna skoraði fjögur og fór hlæjandi heim
Egill Bjarni Friðjónsson)

Giorgi Dikhaminjia (Egill Bjarni Friðjónsson)

KA vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK í 4.umferð efstu deildar karla á föstudaginn síðastliðinn með fjórum mörkum 31-27 þar sem georgíski landsliðsmaðurinn, Giorgi Dikhaminjia kom aftur í Kórinn eftir að hafa staldrað þar stutt við sumarið 2019 áður en HK-ingar riftu samningi sínum við hann.

Giorgi skoraði fjögur mörk í leiknum, fagnaði sigri og sendi pillu á samfélagsmiðli sínum eftir leik. Rætt var um Giorgi og færslu hans á Instagram í nýjasta þætti Handkastsins.

Þar sagðist hann hafa beðið eftir þessum degi í sex ár.

,,Hann kemur þarna með hríðskotabyssuna með fjögur mörk og fer hlæjandi heim," sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins áður en Stymmi klippari bætti við.

,,Var það ekki Vito Corleone sem sagði að hendin er diskur sem er best borin fram köld. Hann hefur beðið eftir þessu í sex ár og það er líklega helvíti erfitt að bíða eftir þessum degi í sex ár því það þarf margt að ganga upp fyrir þig. Þú þarft aftur að fá tækifæri til að koma til Íslands."

Arnar Daði bætti við að það þurfti ansi mikið að gerast til að hann fékk tækifæri til að spila á Íslandi í vetur en lið Giorgi í Póllandi fór á hausinn í sumar. Í kjölfarið fór hann í viðræður við KA.

,,Það var andskoti mikið sem þurfti að ganga á til að hann kæmi hingað aftur. En hingað er hann kominn og hann endaði sem sigurvegari í Kórnum. "

,,Hann sokkaði HK-inga og sýndi þeim hverju þeir voru að missa af. Hann sendi pillu á HK-inga og ég veit að einhverjir HK-ingar svöruðu þessari pillu hans," sagði Stymmi klippari.

Færslu Giorgi má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top