Kári Kristján Kristjánsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)
Kári Kristján Kristjánsson sneri aftur í efstu deild karla um síðustu helgi er hann lék sinn fyrsta leik með Þór. Fyrsti leikur Kára var á sínum gamla heimavelli og á uppeldisslóðum í Vestmannaeyjum. Farið var yfir frammistöðu Kára Kristjáns í leiknum í Handboltahöllinni sem sýnd er í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld. ,,Hann kemur inn og skorar úr fyrstu tveimur sóknunum sínum. Hann fær tvö nákvæmlega eins færi. Ég er ánægður fyrir hans hönd að finna vettvang í Þór, í Þorpinu. Að fá að ljúka þessu eða allvegana að halda áfram á sínum forsendum. Það finnst mér gott. Hann skilaði þremur mörkum og var góður. Hitinn var ekki eins og maður hélt að yrði," sagði Einar Ingi Hrafnsson í Handboltahöllinni. Hægt er að sjá mörkin hjá Kára og umfjöllun Handboltahallarinnar hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.