Sjáðu endurkomu Kára Kristjáns með Þór í Eyjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kári Kristján Kristjánsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Kári Kristján Kristjánsson sneri aftur í efstu deild karla um síðustu helgi er hann lék sinn fyrsta leik með Þór. Fyrsti leikur Kára var á sínum gamla heimavelli og á uppeldisslóðum í Vestmannaeyjum.

Farið var yfir frammistöðu Kára Kristjáns í leiknum í Handboltahöllinni sem sýnd er í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld.

,,Hann kemur inn og skorar úr fyrstu tveimur sóknunum sínum. Hann fær tvö nákvæmlega eins færi. Ég er ánægður fyrir hans hönd að finna vettvang í Þór, í Þorpinu. Að fá að ljúka þessu eða allvegana að halda áfram á sínum forsendum. Það finnst mér gott. Hann skilaði þremur mörkum og var góður. Hitinn var ekki eins og maður hélt að yrði," sagði Einar Ingi Hrafnsson í Handboltahöllinni.

Hægt er að sjá mörkin hjá Kára og umfjöllun Handboltahallarinnar hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top