Bernard Kristján (Eyjólfur Garðarsson)
Bernard Kristján Darkoh leikmaður ÍR fékk tvær mínútur fyrir leikaraskap á mikilvægu augnabliki í eins marks tapi liðsins gegn Aftureldingu í 4.umferð efstu deildar karla í síðustu viku. Strákarnir í Handboltahöllinni, Hörður Magnússon, Einar Ingi Hrafnsson og Vignir Stefánsson fóru yfir leikaraskapinn og nokkur brot sem Bernard varð fyrir í leiknum. ,,Bernard Kristján fær trekk í trekk tvær mínútur á andstæðingana," sagði Hörður Magnússon áður en klippurnar fóru af stað. Þar hlóu þeir af öllum þeim snúningum sem Bernard Kristján tekur í kjölfar brotanna. ,,Dómarnir fengu nóg af þessu." ,,Nokkur brotin í leiknum eru gróf og hann er sneggri en hinir á fótunum og nýtir sér það vel. En ég skil vel að einhversstaðar þarf þetta að stoppa," sagði Vignir Stefánsson um leikaraskapinn. Umfjöllun Handboltahallarinnar um brotin á Bernard og leikaraskapinn má sjá hér að neðan. Handboltahöllinn er í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld í opinni dagskrá. 5.umferðin í efstu deild karla: Í kvöld:
18:00 Þór - Stjarnan
18:15 KA - ÍR
18:30 Selfoss - ÍBV
19:00 Afturelding - Fram
19:15 FH - HK
19:30 Haukar - Valur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.