Haukar unnu 10 marka sigur í kvöld (Egill Bjarni Friðjónsson)
Haukar og Valur mættust á Ásvöllum í kvöld þar sem Haukar fóru létt með lið Vals og unnu 10 marka sigur 37-27. Það virðist sem Valsliðið sé ekki enn búið að finna taktinn en Haukarnir líta aftur á móti frábærlega út. Össur Haraldsson var markahæstur hjá Haukum með 10 mörk og Andri Finnsson skoraði 7 mörk fyrir Val

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.