Mathias Madsen (Skjern Håndbold)
Þjálfara Skjern, Mathias Madsen, var í dag sagt upp störfum hjá félaginu. Ákvörðunin var tekin vegna slæms gengis liðsins en Thomas Klitgaard, framkvæmdarstjóri, sagði í yfirlýsingu að þeir teldu liðið vera mun betra en það sem árangurinn sýndi. Liðið er einungis með 3 stig eftir fyrstu 5 leiki í deildinni og eru auk þess fallnir úr dönsku bikarkeppninni. Madsen sagðist sjálfur svekktur með ákvörðunina en vildi þakka leikmönnum, samstarfsfólki og aðdáendum fyrir stuðninginn. Kasper Søndergaard mun taka tímabundið við liðinu frá og með deginum í dag.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.