Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í efstu deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 5.umferð fari í efstu deild karla. Þór – Stjarnan (Fimmtudagur 18:00) / Sigurvegari: Þór Meiðslahrjáðir Stjörnumenn halda norður og þá heldur maður í voninn að enginn leikmaður fái í bakið í rútuferðinni! Þór hafa verið erfiðir heim að sækja hingað til á tímabilinu. Kári Kristján er búinn að fá tæpa viku með þeim og mun eflaust spila meira en hann gerði í Eyjum. Ég held að Þórsarar komi á óvart og vinni heimasigur. KA– ÍR (Fimmtudagur 18:15) / Sigurvegari: KA KA búnir að vinna tvo útileiki í vetur en eiga eftir að vinna heima. ÍR-ingar hafa verið að byrja leikina virkilega illa en áttu fárbæran seinni hálfleik gegn Aftureldingu í síðasta leik. Ég held þó að heimavöllurinn vinni í þetta skipti og bæði norðanliðin sigri á fimmtudaginn. Selfoss – ÍBV (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: ÍBV Suðurlandsslagur af bestu gerð. Selfoss komið virkilega á óvart í vetur með öguðum leik. ÍBV virka gífurlega sterkir með Petar í toppformi í markinu. Ég tel að Selfoss verði lítil fyrirstaða fyrir Eyjamenn í þessum leik og ÍBV verði með montréttinn á suðurlandinu. Afturelding – Fram (Fimmtudagur 19.00) / Sigurvegari: Afturelding Fram eru að glíma við mikil meiðsli í herbúðum sínum en áttu þó flottar 50 mínútur gegn Haukum í síðustu umferð meðan Afturelding sitja á toppi deildinnar með fullt hús stiga. Einar Baldvin markvörður Aftureldingar að glíma við meiðsli en ég held að það komi ekki að sök í þessum leik og Afturelding klári þetta í jöfnum og spennandi leik. FH – HK (Fimmtudagur 19.15) / Sigurvegari: FH FH-HK er leikur sem allir veðmálahausar munu eftir frá síðasta ári. HK hafa þó ekki unnið leik síðan 21.febrúar á þessu ári og þvi miður munu þeir þurfa að bíða lengur. FH mun hefna fyrir tapið gegn Stjörnunni í síðustu umferð og vinna HK þægilega á heimavelli. Haukar– Valur (Fimmtudagur 19.30) / Sigurvegari: Haukar Stórleikur umferðinnar, svokallað fuglastríð! Bæði lið með 6 stig í deildinni eftir 4. umferðir og Haukar heldur betur verið að finna formið sitt og Aron Rafn verið að koma til í markinu. Valur verið í smá basli með að finna rythma en eflaust ánægðir með 2 sigra í röð á nýliðum deildinnar. Þetta er svokallaður 1x2 leikur en Klipparinn ætlar að tippa á Haukasigur í þessum leik. 4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.