Franck Maurice (Ahmed Mosaad / NurPhoto via AFP)
Franski þjálfarinn, Franck Maurice var rekinn um helgina sem þjálfari egypska liðsins Zamalek sem lék á heimsmeistaramóti félagsliða í síðustu viku. Maurice tók við liðinu fyrir þremur mánuðum en eins og Handkastið greindi frá í sumar var Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands í viðræðum við Zamalek að taka við liðinu. Eftir að Snorri Steinn gaf það frá sér var Maurice ráðinn þjálfari Zamalek. Maurice þjálfaði Snorra Stein hjá Nimes á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Handkastsins var Franck Maurice ávalt talin skammtímalausn fyrir Zamalek en samkvæmt okkar heimildum hefur Zamalek verið í leit af framtíðarþjálfara félagsins allt frá því að Maurice var ráðinn. Hefur félagið stefnt að því að finna sér skandinavískan þjálfara og hefur leit þeirra meiri segja verið hér á Íslandi. Sú leit hefur hinsvegar ekki borið árangur. Zamalek hefur ásamt Al Ahly verið öflugust handknattleikslið Egyptalands síðustu ár.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.