Tumi Steinn skoraði sjö mörk og fagnaði sigri
Harald Dostal / APA-PictureDesk / AFP)

Tumi Steinn Rúnarsson (Harald Dostal / APA-PictureDesk / AFP)

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Alpla Hard unnu tvo leiki í röð í austurrísku úrvalsdeildinni en með liðinu leika þeir Tumi Steinn Rúnarsson og Tryggvi Garðar Jónsson. Þjálfari liðsins er Hannes Jón Jónsson.

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Alpla Hard vann Graz á útivelli, 38-30, í kvöld. Alpla Hard var tíu mörkum yfir í hálfleik 22-12.

Þetta var fimmti leikur Alpla Hard í deildinni en liðið hafði gert eitt jafntefli og tapað tveimur eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Liðið situr í 4.sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld en önnur lið eiga leik til góða.

Eins og fyrr segir er Hannes Jón Jónsson þjálfari Alpla Hard, en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2021. Alpla Hard fór alla leið í úrslitarimmuna um austurríska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en beið lægri hlut. Miklar breytingar urðu á liðinu í sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top