Blær Hinriksson ((Leipzig)
Í dag fóru fram fjórir leikir í 7.umferð þýsku bundesligunnar, og voru 4 íslendingar í eldlínunni. Fyrsti leikur dagsins var þegar Blær Hinriks og félagar í Leipzig tóku á móti Flensburg á heimavelli. Í hálfleik voru Leipzig komnir í ansi erfið mál þegar staðan var 11-21. Í seinni hálfleik stigu Flensburg á bensíngjöfina og unnu loks 18 marka sigur 24-42. Blær Hinriks skoraði 1 mark en lagði upp 3 mörk. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Emil Jakobsen með 9 mörk auk þess að hafa lagt upp eitt mark. Ýmir Örn og liðsfélagar hans í Göppingen tóku á móti Hannover í Göppingen borg í dag. Í hálfleik var staðan 16-18 Hannover í vil. Í seinni hálfleik gengu Göppingen á lagið og unnu 30-26 sigur. Ýmir Örn skoraði 2 mörk. Atkvæðamesti maður vallarins var Marcel Schiller með 7 mörk. Þriðji leikur dagsins fór fram þegar að nýliðar Minden tóku á móti liði Lemgo. Í hálfleik voru Lemgo 5 mörkum yfir, Lemgo bættu í í seinni hálfleik og unnu loks 10 marka sigur 24-34. Atkvæðamesti maður vallarins var Niels Versteijnen með 9 mörk auk þess að hafa lagt eitt upp. Síðasti leikur dagsins fór fram þegar að Viggó Kristjáns og Andri Rúnars tóku á móti þýskalandsmeisturum Füchse Berlin. Í hálfleik leiddu Füchse Berlin með 1 marki. Í seinni hálfleik þróaðist leikurinn svipað og fyrri hálfleikurinn en þegar um 5 mínútur voru eftir kláruðu Berlin málið og unnu loks 3 marka sigur. Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk og lagði upp 3 mörk, Andri Rúnars komst ekki á blað en lagði upp eitt mark. Úrslit dagsins: Leipzig-Flensburg 24-42 Göppingen-Hannover 30-26 Minden-Lemgo 24-34 Erlangan-Füchse Berlin 35-38
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.