Haukur Þrastarson (Tom Weller / AFP)
Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er stoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildarinnar það sem af er tímabili. Enginn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar en Haukur, sem hefur farið frábærlega af stað með Rhein-Neckar Löwen. Haukur gekk til liðs við þýska stórliðið frá Dinamo Búkarest í sumar og hefur þegar gert mikið vart við sig á nýjum slóðum í nýrri deild. Í fyrstu sex umferðum deildarinnar hefur hann skorað 20 mörk og gefið 29 stoðsendingar, flest allra leikmanna í deildinni. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er einnig á meðal þeirra fremstu með 20 stoðsendingar í fimm leikjum fyrir Magdeburg. Viggó Kristjánsson, leikmaður Erlangen, hefur skilað 17 stoðsendingum í fjórum leikjum og situr í 19. sæti listans. Rhein-Neckar Löwen er sem stendur í 7. sæti þýsku deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki og tapað tveimur. Sjöunda umferðin í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag með fjórum leikjum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.