Ef við spilum svona aftur þá töpum við með 20 mörkum
(AXEL HEIMKEN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Jacob Lassen Flensburg ((AXEL HEIMKEN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það var mikil dramatík í bikarleik HSV Hamburg og þýska B-deildarfélagsins HC Elbflorenz í vikunni í 32-liða úrslitum þýska bikarsins. Landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson leikur með Hamburg.

Búast mátti við öruggum sigri Hamburg í leiknum en annað kom á daginn. Þýska B-deildarliðið vann eftir tvíframlengdan leik 47-46 þar sem sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

Elbflorenz komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í seinni hálfleik í stöðunni 18-17 en liðin skiptust á að vera með forskotið. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 35-35. Elbflorenz voru með undirtökin í báðum framlengingunum og unnu að lokum dramatískan eins marks sigur.

Mikil vonbrigði fyrir Hamburg en liðið er í 11.sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig að loknum sex umferðum. Hamburg mætir Magdeburg í 7.umferðinni í dag og þurfa að eiga töluvert betri leik ætli þeir sér að sækja stigin úr þeim leik að mati danska leikmannsins, Jacob Lassen sem var ekkert að skafa af því í viðtali við Dyn eftir leikinn gegn Elbflorenz.

„Vörnin okkar var alltof léleg í dag. Ef við spilum svona gegn Magdeburg á sunnudaginn munum við tapa með 20 mörkum,“ sagði mjög reiður Jacob Lassen við þýsku streymisveituna Dyn eftir leikinn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top