Daniel Dujsebaev (ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
Í sumar greindu bræðurnir, Alex og Daniel Dujsebaev að þeir myndu yfirgefa pólska stórliðið Kielce næsta sumar þar sem þeir hafa leikið frá árinu 2017. En Daniel hóf að spila með Kielce tímabilið 2018/2019 eftir að hafa leikið með Celje í Slóveníu á láni fyrsta tímabilið sitt. Hafa bræðurnir verið orðaðir við Kiel frá fyrsta degi eftir að tilkynnt yrði að þeir myndu færa sig um set næsta sumar. Samkvæmt heimildum Handkastsins er þó líklegast eins og staðan er í dag Daniel gangi í raðir Pick Szeged í Ungverjalandi og fylli þá skarð Janusar Daða Smárasonar sem gengur að öllum líkindum í raðir Barcelona næsta sumar. Samningur Janusar við Pick Szeged rennur út næsta sumar. Þau félög sem Daniel hefur verið orðaður við auk Kiel og Pick Szeged eru Barcelona og Paris Saint Germain. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að bæði Daniel og Janus Daði gangi í raðir Barcelona næsta sumar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.