Fékk vírus sýkingu sem truflaði jafnvægið
Elverum)

Tryggvi Þórisson (Elverum)

Tryggvi Þórisson leikmaður deildarmeistara Elverum í Noregi hefur ekkert leikið með liðinu að undanförnu en Elverum situr í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með níu stig að loknum sex leikjum. Liðið er einu stigi á eftir Kolstad sem á leik til góða.

Ástæðan fyrir fjarveru Tryggva í síðustu leikjum Elverum er sökum veikinda sem hann hefur verið að glíma við. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið um helgina.

,,Ég fékk vírus sýkingu og er búinn að vera að ná mér upp úr því í rúma viku," sagði Tryggvi í samtali við Handkastið en hann sagðist þó vera byrjaður að æfa á fullu og vonast til að fá grænt ljóst um að spila á næstunni.

,,Ég fékk í raun vírus sem er að ganga hérna úti þar sem ég fékk slæman höfuðverk og svima sem truflaði jafnvægið mitt. Læknateymið hér vildi að ég myndi taka því mjög rólega þangað til að einkennin væru farin sem tók tæpar tvær vikur," sagði Tryggvi sem segist núna hafa byrjað að æfa á nýjan leik um miðja síðustu viku.

,,Ég finn ekki fyrir neinum einkennum og vona að ég fái grænt ljós til þess að spila sem fyrst," sagði línumaðurinn frá Selfossi, Tryggvi Þórisson sem gekk í raðir Elverum frá Savehof í Svíþjóð í sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top