Ótrúlegur flautukonsert í dönsku deildinni
Sævar Jónsson

VAR Dómari (Sævar Jónsson

Það er óhætt að segja að það hafi verið senur í dönsku deildinni um helgina þegar Nordsjælland og Ribe-Esbjerg áttust við í dönsku úrvalsdeildinni.

Leiknum lauk með 27-32 sigri Ribe-Esbjerg en leiknum verður ekki minnst fyrir þau úrslit.

Heldur verður leiknum minnst á 87 sekúndna kafla í fyrri hálfleik þar sem hvorki fleiri né færri en 7 brottvísanir áttu sér stað.

Áhorfendur trúðu vart sínum eigin augum þegar liðin léku 3 á 3 á ákveðnum tímapunkti en þá höfðu dómarar leiksins sent 7 leikmenn í kælingu.

Handbolta sérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Lars Rasmussen sagði við Hbold að hann hafi ekki orðið vitni að öðru eins inn á handboltavellinum og það hafi nánast verið ógerningur fyrir þjálfara leiksins að vita hvaða leikmenn þeir mættu hreinlega setja inná.

Eins og fyrr segir þá voru það Ribe-Esbjerg sem náðu að nýta sér liðsmuninn betur og fara með sigur á hólmi en það er spurning hvort við munum sjá svona senur í Olís deildinni í vetur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top