Sigurður Dan Óskarsson (Sævar Jónasson)
Stjarnan og Selfoss hafa skipt á heimaleikjum og því mun leikur liðanna fara fram á Selfossi á fimmtudaginn en ekki í Garðabænum eins og til stóð. Ástæðan er sú að kvennalið félaganna mætast einnig sama kvöld og var sá leikur ávalt settur á, fimmtudagskvöldið. Það verður því tvíhöfði á Selfossi á fimmtudaginn þegar bæði meistaraflokkslið Selfoss tekur á móti Stjörnunni. Karlaliðin hefja leik klukkan 18:00 í 6.umferð Olís-deildar karla og kvennaliðin etja síðan kappi klukkan 20:00 sama kvöld. Er sá leikur lokaleikur 5.umferðar í Olís-deild kvenna. Mikil spenna er fyrir kvennaleiknum en bæði lið mæta stigalaus til leiks á fimmtudagskvöldið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.