43 ára tekur skóna af hillunni og bjargar sænsku meisturunum
Bo Amstrup / Ritzau Scanpix / AFP)

Kim Andersson (Bo Amstrup / Ritzau Scanpix / AFP)

Sænska vinstri handar skyttan, Kim Andersson sem lagði handboltaskóla á hilluna eftir að félag hans, Ystads IF tryggðu sér sænska meistaratitilinn á síðustu leiktíð hefur nú tekið skóna af hillunni.

Mikil meiðslavandræði er í herbúðum Ystads sem eru í brasi heimafyrir og hafa tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa hafið tímabilið á tveimur sigurleikjum.

Kim Andersson sem lék á sínum tíma 240 landsleiki fyrir Svíþjóð er væntanlegur í leikmannahópi Ystads gegn Hallby í dag í 6.umferð sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að Gustav Näslund meiddist á hné.

Það er Handbollnyheter sem greinir frá á samfélagsmiðlinum X.

Kim Andersson lauk ferli sínum í sumar og gerðist aðstoðarþjálfari liðsins en nú er gert ráð fyrir þvi að hann leiki með liðinu tímabundið á meðan liðið gengur í gegnum meiðslavandræði.

Félagið hefur kosið að sækja sér ekki nýja hægri skyttu þar sem meiðsli Näslunds eru ekki talin alvarleg.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top