Emil Madsen (CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það verður að teljast ólíklegt að Daninn, Emil Madsen leikmaður Kiel í þýsku úrvalsdeildinni geti leikið með heimsmeisturum Danmerkur á EM í janúar á næsta ári. Hægri skyttan, verður frá keppni það sem eftir er ársins 2025 og því er EM í janúar í bráðri hættu. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen þarf líklega að vera án Emils Madsens í úrslitakeppni EM í janúar. Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins segir í samtali við TV 2 Sport að hann geti ekki ráð fyrir að Emil Madsen verði klár fyrir EM. Hann segir það áhyggjuefni og slæmt fyrir danska landsliðið að missa hann út. „Emil er ótrúlega hæfileikaríkur og nú með endurkomu Hoxers höfðum við einhverjar áætlanir um að við gætum spilað með tvo vinstri handar leikmenn inni á vellinum samtímis. Það er ennþá hægt að gera það með Mathias Gidsel og Mads Hoxer en það takmarkar það aðeins að við höfum ekki eiginleika Emils. Hann hefur nokkra augljósa eiginleika í sóknarleiknum, sem við hefðum líka viljað hafa fyrir Evrópumeistaramótið,“ sagði Nicolaj Jacobsen í samtali við TV 2 Sport. Emil Madsen, sem er 24 ára gamall var markahæsti leikmaður Kiel í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð glímir við brjóskskemmd í hægra hné, sem eru afleiðing meiðsla sem hann hlaut í undirbúningstímabilinu. Nú hefur Kiel gefið það út að hann spili ekki með Kiel fyrir áramót. „Við viljum tryggja að hné Emils nái sér. Við viljum ekki taka neina sénsa svo að langur ferill hans verði ekki fyrir áhrifum,“ sagði Philipp Lübke læknir Kiel. Harald Reinkind er eina örvhenta skytta Kiel um þessar mundir.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.