Anton Gylfi Pálsson Jónas Elíasson dómari (Raggi Óla)
Evrópska handknattleikssambandið gaf það út í dag hvaða átján dómarapör dæma leiki Evrópumóts karla árið 2026 sem fram fer í Svíþjóð, Danmörku og Noregi dagana 15. janúar til 1.febrúar. Á þeim lista er íslenska dómaraparið, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson sem dæma þar með á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Á EM 2024 dæmdu þeir tvo leiki í riðlakeppninni. Áður hafði Anton Gyldi dæmt á EM 2012 með Hlyni Leifssyni. Hér að neðan má sjá lista yfir þau dómarapör sem dæma á EM í janúar 2026.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.