Emil Jacobsen (Michael Schwartz / dpa Picture-Alliance via AFP)
7.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk síðasta laugardag þegar að Melsungen vann góðan sigur á liði Stuttgart. Kiel er á toppi deildarinnar með 13 stig en Flensburg er með 12 í 2.sætinu. 8.umferðin í þýsku úrvalsdeildinni hefst annað kvöld með tveimur leikjum. Daikin Handbdall gaf út lið umferðarinnar sem lítur svona út. Kristian Sæverås(Göppingen) Kristian Sæverås markvörður og liðsfélagi Ýmis Arnar í Göppingen átti flotta umferð þegar að lið hans sigraði Hannover á heimavelli. Kristian varði 17 bolta(39,5%) í marki Göppingen og skoraði 1 mark. Emil Jakobsen(Flensburg) Emil Jakobsen og félagar í Flensburg unnu sannfærandi sigur á Blæ Hinriks og félögum í Leipzig 24-42. Emil Jakobsen skoraði 7 mörk í leiknum. Simon Pytlick(Flensburg) Simon Pytlick og félagar í Flensburg unnu sannfærandi sigur á Blæ Hinriks og félögum í Leipzig 24-42. Simon Pytlick skoraði 9 mörk og lagði upp 3 mörk í leiknum. Tim Suton(Lemgo) Tim Suton miðjumaður Lemgo átti góðan leik þegar að Lemgo sigraði nýliðina í Wetzlar með 10 mörkum 24-34. Tim Suton skoraði 7 mörk þar á meðal að hafa lagt upp 2 mörk. Mathias Gidsel(Füchse Berlin) Mathias Gidsel hægri skytta Füchse Berlin átti flottan leik þegar að þýskalandsmeistararnir sigruðu Viggó og Andra Rúnars í Erlangan með 3 marka mun 35-38. Mathias skoraði 8 mörk og lagði upp 5 mörk. Frederik Bo Andersen(Hamburg) Fredrerik Bo Andersen hægra hornamaður Hamburg átti hinn fínasta leik þessa umferðina, þegar hann skoraði 8 mörk í eins marks tapi gegn Íslendingaliði Magdeburg 29-30. Jannik Kohlbacher(Rhein-Neckar Löwen) Jannik Kohlbacher línumaður Löwen átti frábæran leik þegar að Löwen og Kiel gerðu jafntefli í Kiel borg 31-31. Jannik skoraði 9 mörk af línunni og lagði upp 1 mark.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.