Sigurður Jefferson (Sævar Jónasson)
Línumaðurinn í HK, Sigurður Jefferson Guarino hefur spilað nánast fullkominn leik með HK í Olís-deildinni hingað til. Það hefur hinsvegar ekki dugað í stigasöfnun liðsins en HK vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð þegar liðið vann FH í 5.umferðinni. Í nýjasta þætti Handkastsins var farið yfir þá fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar að mati Handkastsins hingað til. Þar var Sigurður á listanum. Hann er með flestar stöðvanir varnarlega í deildinni, 32 talsins eða rúmlega sex stöðvanir í leik. Þá hefur hann var gott sem óstöðvandi sóknarlega en hann hefur skorað 21 mark úr 22 skotum það sem af er tímabils. Eina skotið sem Sigurður klikkaði var gegn Aftureldingu í upphafi leiks þar sem hann hitti ekki á markið. Markaskorun Sigurðar á tímabilinu:
ÍBV - HK 3/3
HK - Afturelding - 3/4
Stjarnan - HK - 6/6
HK - KA - 1/1
FH - HK - 8/8
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.